sunnudagur, september 11, 2005

Er rósmarín í Tempier Cuvee Classique 2003 ?

Kermit Lynch er víninnflytjandi í Berkeley í Kalíforníu og einn þekktasti vínspekúlant Bandaríkjanna. Hann hefur skrifað bækur eins og Adventures on the Wine Route sem lýsir ævintýrum hans í vínlendum Frakklands. Hann er ástríðumaður í húð og hár, skrifar heillandi lýsingar og er mjög fyndinn og einlægur.

Kermit flytur inn Domaine Tempier til Bandaríkjanna. Hann er búinn að vera í hálgerðu fóstri hjá Tempier gegnum áratugina og endaði á því að kaupa sér hús ekki langt frá þar sem hann dvelur fleiri mánuði á ári.

Hann sendi nýverið frá sér skemmtilega lýsingu í fréttabréfi fyrirtækis síns á Bandol Cuveé Classique 2003 frá Tempier (2001 árg. í 49. sæti á Wine Spectator Top 100 árið 2004). Hann rifjaði upp pizzeríu í Provence sem hann sótti gjarnan og pantaði þá pizzu með sveppum og lambakjöt á eftir. Kjötið var grillað en áður en það var sett á grillið setti kokkurinn rósmarínstilka. Þegar stilkarnir voru farnir að brenna fjarlægði hann þá og setti á disk. Síðan steikti hann kjötið. Þegar kjötið var tilbúið setti hann það ofan á diskinn með rósmarínstilkunum og þá gaus upp þessi ómótstæðilega lykt sem minnti hann á ilminn úr víninu.

Muna að prófa þetta næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home