þriðjudagur, desember 28, 2004

Vínsöfnun I

Markmið: 250 flösku safn.

Flesta vínunnendur dreymir um að eignast gott vínsafn.

Fyrst er að ákveða hvort það sé gert:
a) smám saman án upphafskaupa
b) með allstórum upphafskaupum og síðari viðbótum

Fyrri aðferðin krefst afar góðs skipulags og þolinmæði. Vínkaupin þurfa helst að vera tvöföld á við neyslu. Sé miðað við 2 drukknar flöskur í viku myndi það þýða prýðilegt vínsafn af u.þ.b. 100 flöskum eftir einungis eitt ár. Sé neyslan aðeins 1 flaska á viku verða þó þetta í kringum 50 fl. í safninu eftir árið - kostnaðurinn í því tilfelli yrði í kringum 20-25.000 á mánuði (þ.e. ca. 100 keyptar flöskur á ári fyrir 2.500-3000 krónur stykkið, þar af 50 til geymslu), á aðeins 5 árum yrðu 200-250 flöskur í safninu.

Síðari aðferðin er náttúrulega skjótvirk en krefst engu að síður góðs undirbúnings og ekki síst útstjónarsemi því ef keyptar eru 250 flöskur á einu bretti þarf að rannsaka vel hvaða flöskur það eru sem verðskulda að vera keyptar til geymslu. Hjálpargögn af ýmsu tagi, vínbækur og tímarit og ekki síst aðstoð reyndra manna eins og Páls í Vínbúðinni Kringlunni, eru nauðsynleg. Best væri þó að viðkomandi safnari væri þegar sjóaður í þekkingu sinni og reynslu af sem flestum vínum.

Fyrir flesta hentar fyrri aðferðin líklegast best. Hún krefst ekki of mikils strax í upphafi söfnunar heldur byggist á stigvaxandi þekkingu, reynslu og áhuga safnarans.

Tvö vín á top 100

Meira af Wine Spectator

Já ég veit... ég er búinn að vera að gagnrýna þennan "Top 100" lista frá Wine Spectator - en get samt ekki látið það vera að benda þar á tvö vín sem Vín & Matur flytur inn.

Annað þeirra er hið ástralska Struie 2002 frá framleiðandanum Torbreck. Torbreck er einn allra heitasti framleiðandi Ástralíu og hefur t.d. eitt vína hans, Run Rig 2001, fengið hæstu einkunn sem ástralskt vín hefur hlotið í Wine Spectator. Tvö vína hans fengu nýverið 99 stig hjá Robert Parker. Öll eru þau flutt inn af Vín & Mat en fást aðeins í sérpöntun.

Hitt vínið á listanum er frá Toskana. Castello di Querceto - Chianti Classico Riserva 2000 kemur til með að fást í Vínbúðum 1. mars á þessu ári. Þetta er annað árið í röð sem þetta vín kemst á þennan eftirsóknarverða "Top 100" lista.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Vínsmakk í Yndisauka

Jólahvað

Meðlimum póstlista Víns & Matar er boðið í vínsmakk á jólavínum fyrirtækisins í sælkeraversluninni Yndisauka á laugardaginn næstkomandi. Hægt er að skrá sig á póstlistann með því að senda tölvupóst á vinogmatur@internet.is

Vínin eru öll frá framleiðandanum Umani Ronchi sem staðsettur er í Le Marche héraðinu á Mið-Ítalíu en á einnig ekrur í nærliggjandi Abruzzo sem telst svona frekar til Suður-Ítalíu. Hvítvínið er úr þrúgunni verdicchio en rauðvínin öll þrjú úr montepulciano. Hvítvínið og síðarnefndu rauðvínin koma frá Le Marche en Jorio frá Abruzzo.

Vínin eru:
Casal di Serra (hvítvín) - Verdicchio dei Castelli di Jesi
Jorio (rauðvín) - Montepulciano d'Abruzzo
San Lorenzo (rauðvín) - Rosso Conero
Cumaro (rauðvín) - Rosso Conero

Einnig stendur til að narta í brauð frá Yndisauka og dífa því m.a. í ferska (haust 2004) ólífuolíu sem Umani Ronchi framleiðir einnig.

Sjáumst.

mánudagur, desember 13, 2004

Boðorðin 100

Listinn (hér neðar) sem bandaríska víntímaritið Wine Spectator var að gefa út yfir 100 athyglisverðustu vín síðasta árs er alls ekki það sem kalla mætti bestu vín ársins. Tekið er vissulega mið af gæðum (einkunn) en einnig verði, framboði og einhverju sem þeir nefna x-factor eða fun-factor, þ.e.a.s. listagerendur hafa ákveðið skáldaleyfi til að setja á listann vín sem þeim þykir skemmtileg.

Fyrir vikið vantar á listann fjölmörg vín sem hafa mun meiri gæði en flest þessara vína - í raun samanstendur listinn aðallega af því sem mætti kalla "góð kaup", fremur handahófskennt val miðað við það gríðarlega framboð sem til er af slíkum vínum.

Kosturinn við alla slíka lista og gagnrýni yfir höfuð er sá að vínunnandinn fær tæki, svona "consumer guide", til að feta sig gegnum óreiðukennda og nánast óendanlega fjölbreytilega veröld vínsins. Þegar ég kaupi vín byggist valið yfirleitt á leiðarvísi einhvers, helst samanburði margra slíkra.

Gallinn er sá að stígurinn sem maður fetar getur verið einsleitur - sýnir aðeins brot af dýrðinni -, og ferðalagið einkennst af þrjósku - t.d. þýðir oft lítið fyrir sérfræðinga vínbúðanna að mæla með einhverju öðru en sem maður hefur "sannanir" fyrir að sé GOTT vín.

Top 100 Wine Spectator 2004

Listinn var að koma út

1) Chateau Rieussec 2001
2) Casa Lapostelle Clos Apalta 2001
3) Numanthia Termes 2002
4) Paolo Scavino Barolo Bric del Fiasc 2000
5) Peter Michael Les Pavots 2001
6) Tenuta Dell’Ornellaia Toscana Masseto 2001
7) Lafite Rothschild 2001
8) Greg Norman Estates Shiraz SE Australia Reserve 1999
9) Chateau Suduiraut 2001
10) Fontodi Colli della Toscana Centrale Flaccianello 2001
11) Seghesio Zin Sonoma County 2002
12) Lewis Alec’s Blend 2002
13) Piper-Heidsieck Brut Champagne 1995
14) Staglin Rutherford Chardonnay 2002
15) Marchesi de Frescobaldi BdM Castelgiocondo 1999
16) Vina Almaviva Puente Alto 2001
17) Paul Hobbs Chardonnay RRV 2002
18) Chateau Souverain Chardonnay Sonoma County 2002
19) Ponzi PN WV 2002
20) Quinto do Vale Meao Duoro 2000
21) Glen Carlou Chardonnay Paarl 2002
22) Beringer Sbragia Charonnay Ltd. Release 2002
23) Chateau Guiraud Sauternes 2001
24) Leeuwin Chardonnay Art Series 2001
25) Beaux Freres PN WV Beaux Freres Vyd. 2002
26) Concha Y Toro Don Melchor 2000
27) Elderton Command Shiraz 2000
28) Green Point Shiraz Victoria 2002
29) Castello Banfi BdM 1999
30) Columbia Crest CS Reserve 2001
31) Domaine Charvin CdP 2001
32) Viticcio Chianti Classico Riserva 2001
33) Cougar Crest Syrah WWV 2002
34) Araujo Sauvignon Blanc Eisele Vyd. 2002
35) Henri Bourgeois Pouilly-Fume La Porte de L’Abbaye 2002
36) Marques de Grinon Syrah Vino de Mesa de Toledo Dominio de Valdepusa 2001
37) Chateau Cos-D’Estournel St. Estephe 2001
38) Torbreck the Struie BV 2002
39) Siro Pacenti BdM 1999
40) Azelia Barolo Bricco Fiasco 2000
41) Rosenblum Zin Paso Robles Richard Suaret Vyd. 2002
42) Worthy CS NV Sophie’s Cuvee 2001
43) Pago de Los Capellanes Ribera del Duoro Criznza 2001
44) Kim Crawford SB Marlborough 2004
45) Penfolds Shiraz BV RWT 2001
46) Pride CS Reserve 2001
47) Alban Syrah Edna Valley Reva 2001
48) Falset-Marca Montsant Castell de Falset 2000
49) Domaine Tempier Bandol 2001
50) Truchard Chardonnay NV Carneros 2002
51) Two Hands Shiraz McLaren Vale Angel’s Share 2003
52) Columbia Crest Merlot Grand Estates 2001
53) Bodegas Terrazas de Los Andes Malbec Mendoza Reserva 2002
54) San Fabiano Calcinaia Chianti Classico Cellole Riserva 2001
55) Columbia CS Yakima Valley Otis Vyd. David Lake Signature Series 1999 56) Paloma Merlot Spring Mountain District 2002
57) Chateau Dereszla Tokaji Aszu 5 Putoonyos 2000
58) Chateau Giscours Margaux 2001
59) Fairview Goat-Roti Western Cape 2002
60) Ca’Bianca Barolo 2000
61) Tamarack Firehouse Red Columbia Valley 2002
62) Williams Selyem PN RRV 2002
63) Sea Smoke Southing 2002
64) Castello di Querceto Chiati Classico Riserva 2000
65) Allegrini Verona Palazzo della Torre 2000
66) Domaines Schlumberger Riesling Alsace Les Princes Abbes 2000
67) Bodega Catena Zapata Malbec Mendoza 2002
68) Chateau Ste. Michelle-Dr. Loosen Riesling CV Eroica 2003
69) Chateau Haut-Bages-Liberal Pauillac 2001
70) Van Duzer PN WV Estate 2002
71) Warwick Three Cape Ladies Simonsberg-Stellenbosch 2001
72) Chateau Montus Mediran 2001
73) Wolf Blass Shiraz Barossa Gold Label 2002
74) Beuhler CS NV 2001
75) JJ Prum Riesling Kabinett MSR Wehlener Sonnenuhr 2002
76) Sebastiani Chardonnay Sonoma County Appelation selection
77) 2001 Bodegas Palacio Rioja Cosme Palacio y Hermanos 2001
78) Valentin Bianchi CS San Rafael Famiglia 2002
79) Chateau Langoa Barton St. Julien 2001
80) Chalone Syrah Chalone 2002
81) Josef Leitz Riesling Spatlese Rheingau Rudesh. Magdalenekreuz 2002
82) Scala Dei Priorat Cartoixa Reserva 2000
83) La Chablisienne Chablis Premier Cru Grand Cuvee 2002
84) Waterbrook Melange CV 2003
85) Villa Mt. Eden Chard. Santa M. Valley Bien Nacido Vyd. Gr. Res. 2001
86) La Valentina Montepulciano D’Abruzzo 2002
87) Michele Chiarlo Barolo Tortoniano 2000
88) Kanonkop Paul Sauer Simonsberg-Stellenbosch 2000
89) Inama Soave Classico 2000
90) Domaine Des Baumard Savennieres Clos de Papillon 2001
91) Lucien Crochet Sancerre La Chene 2002
92) Domaine du Pegau CdP Cuvee Reservee 2001
93) Rosemount Chardonnay Hunter Valley Show Reserve 2002
94) Cusumano Insolia-Chardonnay Sicilia Angimbe 2002
95) Peter Lehman Shiraz Baross 2002
96) Feudi di San Gregorio Falanghina Sannio 2003
97) Gloria Ferrer Brut Sonoma County NV
98) Argyle PN WV 2002
99) Georges Duboeuf Moulin-a-Vent Domaine des Rosiers 2003
100)Acacia PN NV Carneros 2002

föstudagur, desember 10, 2004

Jólavín í Gestgjafanum

Í nýútkomnu hefti Gestgjafans er fjallað um tvö vín frá Vín & Mat og fá þau bæði 4 glös af 5.

Umani Ronchi - Cúmaro 1999 (þrúga: montepulciano)
"... hefur djúpan, kirsuberjarauðan lit. Það er meðalopið í nefinu með þétta og dimma angan af plómum, kirsuberjum, leðri, dökku súkkulaði, þurrkuðum appelsínuberki, lakkrís og leir... vel bragðmikið... Vel byggt og karaktermikið vín sem er gott með rauðu kjöti, villibráð og fínum pottréttum." 4 glös.

Þetta vín fékk 19/20 Í Morgunblaðinu.

St. Eppan (San Michele Appiano) - Pinot Grigio ANGER (þrúga: pinot grigio)
"... Utan um þetta er einnig mjúk fiturönd og af og til gýs upp lykt af nýju smjöri. Þetta er yndislega fersk, hrein og óeikuð angan. Í munninum er það ríflega meðalbragðmikið, sýrumikið og frísklegt með glefsur af sítrónu, appelsínu, greipaldini, hunangi og apríkósu. Vel byggt, rismikið og býsna langt vín sem er frábært með mat, t.d. flestum fiskréttum, ljósu pasta, bökum og hvítmygluostum." 4 glös.

Þetta vín fékk 18/20 í Morgunblaðinu.

Fást bæði í Vínbúðum Kringlunni og Heiðrúnu.


Að auki var mælt með öðru víni frá St. Eppan, nefnilega St. Valentin Gewurztraminer... með hreindýra-sushi (bls.48). Svo kemst ég ekki hjá því að minnast á að í greininni "Jólavín Sælkeranna" (bls 86-90) er undirritaður einn af sælkerunum góðu sem átu og drukku á Skólabrú í nóvember.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Machiavelli

Maður og vín

Í kringum borgina Flórens er vínsvæði sem nefnist Chianti Colli Fiorentini (Chianti úr hæðum Flórens). Afurðir svæðisins hafa ekki verið hátt skrifaðar gegnum tíðina - svona vín hússins í besta falli - en eftir framfarir í ítalskri víngerð síðustu tvo áratugi er hægt að finna þarna fáeina framúrskarandi framleiðendur ef vel er leitað.

Machiavelli, stjórnmálafræðingurinn alræmdi, var gerður útlægur frá Flórens í upphafi 16. aldar og settist að á sveitasetri sínu í Sant'Andrea Percussina u.þ.b. 10 km suður af borginni. Kannski voru það ekki svo slæm örlög því með þessu var hann fluttur inn á annað miklu betra vínsvæði sem í dag er nefnt einfaldlega Chianti Classico.

Ég hjólaði og keyrði þarna oft framhjá þegar ég bjó í nágrannabænum La Romola og dáðist að fallegu sveitahúsinu og vínekrunum. Þarna er líka prýðilegur veitingastaður með arinn.

Framleiðandinn á svæðinu heitir náttúrulega í höfuðið á Machiavelli og framleiðir m.a. vínið Chianti Classico Riserva - Vigna di Fontalle 1997. Ég drakk þennan frábæra árgang í gær: Heillandi sveitablær en engu að síður silkimjúkt og fágað; í nefi hlýr og þéttur ilmur (ekki mikill) af salvíu, svartri, þroskaðri plómu og lime; í munni er þessi skemmtilega kitlandi sítrussýra (lime) sem maður finnur stundum í vínum úr Sangiovese-þrúgunni; mild tannín. Mjög gott vín sem ég keypti á 18 evrur ef ég man rétt í þessari sömu sveit fyrir um 3 árum síðan.